Gámaþjónusta Vestfjarða

Salernisaðstaða á áningarstöðum.

Vegagerðin hefur komi upp þurrsalernum á ákveðnum áningarstöðum á landinu.  Þetta er tímabundið verkefni sem mun standa yfir í fjóra mániði í sumar.

Fjögur salerni verða í Íafjarðardjúpi  tvö við Hvannadalsá og tvö við Hvítanes

Gámaþjónusta Vestfjarða mun annast þjónustu á salernum í Ísafjarðardjúpi.


Vegbleyting í Djúpinu.

í liðinni viku vann Hlynur við að bleyta veginn sem er ekki malbikaður í Ísafjarðardjúpi.

Sem betur fer eru nú alltaf að verða færri km. sem eru ekki malbikaðir.


Harpað efni.

Strákarnir hjá Gámaþjónustu Vestfjarða eru búnir að flytja hörpuna yfir í Dýrafjörð og eru í óða önn að harpa efni sem fer í skurðin með köplunum sem liggja upp að gangnamunna Dýrafjarðargangnanna.


Fyrsta skóflustungan

Fyrsta skóflustunga að lagningu jarðstrengs tekin í blíðskaparveðri.

 

Undirritaður var samningur milli Gámaþjónustu Vestfjarða og Orkubús Vestfjarða þann 22-03-2017 um lagningu á  jarðstreng frá spennuvirki á Skeiði í Dýrafirði að munna Dýrafjarðargangna.

Verkinu er skipt í þrjá áfanga.  Fyrsti ...


Mokað upp í Borgarhvilt.

Hagalín var kallaður út á laugardaginn(13-05-2017)til að moka slóða upp í Borgarhvilt í Arnarfirði sem er fyrir ofan Mjólká.

Þar hafði brotnað slá af rafmagnsstaur sem þurfti að lagfæra.

Að sögn starfsmanna í Mjólká var vetrarveður aðfararnótt laugardagsinns.


Hlynur á suðurleið

Það er alltaf fallegt að aka um Ísafjarðardjúp.

Á þessari mynd er Hlynur Kristjánsson á suðurleið 

Stoppaði aðeins á Ögurnesinu og tók þessa fallegu mynd.


© Gámaþjónusta Vestfjarða | Opnunartími mánudaga til föstudaga: 8:00 - 18:00 | Sími: 456 3710 | Fax: 456 5157 | Vefsmíði: Styx ehf.

KNÚIÐ AF: WebSmith